Skálmöld – 10 year anniversary, a celebration with friends

Um viðburðinn

Kæru vinir.

Skálmöld hefur ákveðið að taka sér pásu eftir árið 2019 um óráðinn tíma. Ákvörðunin er tekin af mikilli yfirvegun og í fullri sátt. 10 ára stím fram á við tekur toll, önnur verkefni, bæði persónu- og vinnutengd, hafa þurft að víkja og nú viljum við búa til tíma fyrir þau.

Við ætlum að kveðja með hvelli í kringum vetrarsólstöður svo merkið 21. desember í dagatalið og reiknið með að vera í Reykjavík á þeim tíma ef þið viljið fagna með okkur. Þá höldum við veislu sem fer svo sannarlega í sögubækurnar!


Takk fyrir ótrúlegan áratug. Litla hobbíbandið okkar varð svo sannarlega að skrímsli, og nú þarf það að hvíla sig.
____
Skálmöld is officially going on a break when the year 2019 comes to an end for as long as we feel we need to. There is no drama, this is simply the right thing to do at this moment. 10 years of hard work take their toll, other projects have been put on hold, both personal stuff and professional and now it’s time to take on those tasks.

We are going to throw one last party around winter solstice so mark December 21st in your calendar, book your flights to Reykjavík, Iceland and celebrate with us. This will be a gathering unlike anything else!


Thanks for an incredible decade. Our little hobby band grew into a huge monster and now that monster needs to rest.