Loftur Gunnarsson 40 ára - Minningartónleikar

Um viðburðinn

Það á engin að deyja á kaldri götunni.
Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leyti hörmulegar og þær eru einnig brot á réttindum þeirra!
Allir fæðast jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.
Það er auðvelt að líta framhjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma honum.
Þessi hópur nýtur ekki virðingar heldur verður hann fyrir fordómum og skilningsleysi.
Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér engan málsvara sem getur þrýst á kerfið.

Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu. Hann lést 32 ára gamall.
Hann lést úr magasári sem auðvelt hefði verið að meðhöndla.
Á þeim tíma sem hann lést var ekki auðvelt fyrir utangarðsfólk að verða sér úti um fordómalausa læknisaðstoð.

Fjöldi utangarðsfólks hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum!
Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur frá stofnun hans árið 2012 keypt fjölda rúma, sjónvörp, húsgögn, fatnað og margt fleira inn í hin ýmsu úrræði sem að utangarðsfólk notar og starfar sjóðurinn ötullega eftir markmiði sínu að bæta hag þessa hóps.

Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli þann 11. september. Hann hefði orðið 40 ára.

Að því tilefni og til þess að auka umræðuna um aðbúnað utangarðsfólks þá munum við halda styrktartónleika þann 11. september í tónleikasal Hard Rock Cafe, Lækjargötu.

Öll innkoma fer í minningarsjóðinn og rennur beint til þess að bæta aðbúnað utangarðsfólks í Reykjavík.
Einnig er fólki bent á vilji það styrkja sjóðinn beint þá er reikningsnúmerið:  318-26-5171 Kt : 461112-0560   

Fram koma á tónleikunum:
Pétur Ben
Ragnheiður Gröndal
Sycamore Tree
Elín Ey
Krummi
Teitur Magnússon
K.K.
GÓSS

Kynnir kvöldsins er Andri Freyr Viðarsson

Húsið opnar kl 20:00 og miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á midi.is

Nánar um minningarsjóðinn á www.lofturgunnarsson.com