KK og Gaukur

Um viðburðinn

KK og Gaukur verða á ferð um landið í haust. 

Þeir munu spila úrval af lögum KK og aðrar hugljúfar dillandi melódíur.
KK er landsmönnum kunnur en Gaukur er að hasla sér völl. Hann hefur m.a. verið að spila á munnhörpu með Kaleo undanfarið. Með KK verður hann töluvert að spila slide gítar eða Hawaii gítar eins og það er líka kallað og raddar í bluegrass stíl. 

KK ætlar að vígja nýjan gítar á túrnum, forlátan Collings gítar frá Texas. Og allt verður þetta flutt gegnum 1 hljóðnema. 

Þetta gæti orðið ansi skemmtilegt.

Föstudagur 13. september - Frystiklefinn, Rifi
Laugardagur 14. september - Skyrgerðin, Hveragerði
Sunnudagur 15. september - Félagsheimilið Drengur, Kjós
Fimmtudagur 19. september - Félagsheimilið Blönduósi
Föstudagur 20. september - Menningarhúsið Berg, Dalvík
Laugardagur 21. september - Græni Hatturinn, Akureyri
Föstudagur 27. september - Hvanneyri Pub, Hvanneyri
Laugardagur 28. september - Midgard Basecamp, Hvolsvöllur
Sunnudagur 29. september - Hlégarður, Mosfellsbær
Fimmtudagur 03. október - Tehúsið, Egilsstaðir
Föstudagur 04. október - Herðubreið, Seyðisfjörður
Laugardagur 05. október - Fjarðarborg, Borgarfjörður Eystri
Sunnudagur 06. október - Hafið, Höfn í Hornafirði
Föstudagur 11. október - Bæjarbíó, Hafnarfjörður
Fimmtudagur 17. október - - Gamla Kaupfélagið, Akranes
Föstudagur 18. október - Hendur í Höfn, Þorlákshöfn
Laugardagur 19. október - Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum