Vinaball Seljaskóla – 40 ára afmælisfagnaður

Um viðburðinn

Seljaskóli er 40 ára á þessu ári og verður haldin vegleg afmælisveisla laugardaginn 31.ágúst. Hluti af hátíðinni er að góðum Seljaskólasið verður boðið til vinaballs sem allir Reykvíkingar þekkja!  Þá bjóða allir nemendur sem verið hafa í skólanum í gegnum tíðina vinum sínum til fagnaðar sem haldinn verður í íþróttahúsi skólans að kvöldi afmælisdagsins.  Uppáhalds skífuþeytari skólans, námsmaðurinn fyrrverandi og núverandi fiskikóngur „DJ Kristján“ telur inn fyrir stórhljómsveitina Á Móti Sól sem tryllir svo lýðinn fram á nótt.  Þetta vinaball má enginn heiðvirður Selskælingur láta framhjá sér fara og vinir streyma vonandi á staðinn til að samgleðjast áfanganum hjá þessari mögnuðu skólastofnun!

Ágóði dansleiksins verður til styrktar handknattleiks- og knattspyrnudeildum ÍR, enda stórvinir skólans í gegnum tíðina sem standa fyrir dansleiknum en hluti ágóðarins mun renna til kaupa á tölvubúnaði fyrir skólann í afmælisgjöf frá þeim.