Blús milli fjalls og fjöru

Um viðburðinn

Þá er allt komið á fulla ferð með undirbúning áttundu blúshátíð Blús milli fjalls og fjöru. Búið er að bóka þá listamenn sem ætlar að koma fram að þessu sinni, allt frábærir gleðigjafar og fantagóðir tónlistarmenn. Eins og fyrr greinir er þetta áttunda blúshátíðin sem byrjaði smátt, enn hefur þróast, stækkað jafnt og þétt síðan. Aðsókn aukist til muna, þar sem margir gestir koma víðsvegar af landinu á viðburðinn.

Dagskráinn er fullskipuð, á föstudeginum 6. sept. verður CCR Band sem flytur lög Creedence Clearwater Revival af algjöri snild. Uppistaða bandsins er gamla góða Gildran með Birgi Haraldssyni í fararbroddi sem halda uppi stuði allt kvöldið af sinni alkunnu snild. Þetta verður brjálað fjör frá því fyrsti tónn verður sleginn til enda dagskrár þann daginn og allir sáttir eftir þeirra framlag.

Á laugardeginum 7 sept. verða tvær stórgóðar blússveitir þar sem hljómsveitarstjórarnir eru þær Brynhildur Oddsdóttir Gítarleikari og söngvari í Bee bee and the bluebirds sem er hágæða blúsband og stórsöngkonan Kristjana Stefánsdóttir ráða ríkjum og skipta með sér kvöldinu. Kristjana sem löngu er orðin landsþektur listamaður á sínu sviði mun eflaust flytja gamla og góða New Orleans blúsa ásamt útgefnu efni af plötum sínum. Brynhildur er sprenglærð í tónlist og á hraðri uppleið, mjög athygliverður tónlistamaður sem allir blús og rokkaðdáendur ættu að kynna sér betur. Okkur er sannur heiður í að hafa feminiskt kvöld á blúshátíð þetta árið.

Eins og alltaf er miðaverði stillt í hóf 3,500 hvort kvöld. Fosshótel verður með hátíðarmatseðil á tilboði í tilefni hátíðarinnar. Það eru einhver gistirými laus á hótelum og gististöðum og læt ég fylgja símanúmer þeirra.

Fosshótel sími 456-2004
Hótel West 456-5020 og 893-3414
Stekkaból 864-9675
Ráðagerði 456-1560

Svo er mjög gott og vel búið tjald og hjólhýsasvæði með salernis og sturtuaðstöðu um 50 metra frá hátíðarsvæðinu.
Það er ærin ástæða að taka helgina frá og heimsækja Patreksfjörð og nágrenni eina helgi. Það verður vel tekið á móti gestum í Vesturbyggð