SÓLDÖGG í Bæjarbíói

Um viðburðinn

Hin goðsagnakennda hljómsveit SÓLDÖGG í Bæjarbíó fimmtudagskvöldið 12. september 2019.

Sóldögg er alíslenskt rokkband sem gerði garðinn frægan í lok síðustu aldar.

Árið 1995 var bandið stofnað og gat sér strax gott orð fyrir skemmtilega og lifandi sviðsframkomu, spilagleði og stemmningu.

Sumarið 1996 gaf Sóldögg sjálf út 5. laga geisladiskinn KLÁM og í kjölfarið 3 breiðskífur:
Breyt’um lit 1997
Sóldögg 1998
Pop 2000

Hljómsveitin var aktív við spilamennsku á tónleikum og böllum fram yfir aldarmót og léku vel yfir 100 gig á ári þessi ár.

Á efnisskránni er allt það besta frá þeirra ferli.

Meðlimir:
Bergsveinn Arilíusson söngvari (1995 – 2019)
Baldvin A B Aalen trommuleikari (1995 – 2019)
Gunnar Þór Jónsson gítarleikari (1997 – 2019)
Jón Ómar Erlingsson bassaleikari (1997 – 2019)
Pétur Örn Guðmundsson hljómborð, kassagítar, raddir (2019)