Berjadagar tónlistarhátíð 2019 - Hátíðarpassi

Um viðburðinn

Hátíðarpassi / Festival Pass: 8.500 kr. (allir viðburðir) Smelltu hér til að kaupa hátíðarpassa
Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri

Dagskrá 1.-4. ágúst (English below)

Fimmtudagur 1. ágúst kl. 20 - Ólafsfjarðarkirkja
Fyrri upphafstónleikar: Íslenskt!
Spilmenn Ríkínis: Örn Magnússon, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Ásta Sigríður Arnardóttir.

Fimmtudagur 1. ágúst kl. 22 – Menningarhúsið Tjarnarborg
Seinni upphafstónleikar: Brasilískt!
Listamenn: Femke Smit, Rodrigo Lopes, Rodrigo Guito Thomas, Stefán Daði Ingólfsson.

Föstudagur 2. ágúst kl 20 - Ólafsfjarðarkirkja
Hátíðarkvöld í kirkjunni: Bjarni Frímann og gestir
Listamenn: Elmar Gilbertsson söngur, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir söngur, Hugi Jónsson söngur, Elfa Dröfn Stefánsdóttir söngur, Jón Þorsteinsson söngur, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Páll Palomares fiðla og Bjarni Frímann Bjarnason píanó.

Föstudagur 2. ágúst kl. 22:30 – Kirkjuvegurinn - Allir velkomnir
Kvöldstemmning undir berum himni með Hundi í óskilum
Listamenn: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen.

Laugardagur 3. ágúst kl. 12
Göngutúr frá Kleifum inn í Árdal - Allir velkomnir
María Bjarney leiðir gesti inn í leyndardóma hinnar töfrandi flóru Ólafsfjarðar

Laugardagur 3. ágúst kl. 20 – Menningarhúsið Tjarnarborg
Ítalskt og rússneskt óperukvöld: Íslenskt einsöngvaralið um Verslunarmannahelgina
Listamenn: Ágúst Ólafsson, Diljá Sigursveinsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Elmar Gilbertsson, Guðrún Ösp Sigurðardóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Helga Rós Indriðadóttir, Hugi Jónsson, Jana Salóme Ingibjargardóttir, Jón Þorsteinsson, Lilja Gísladóttir, Nathalia Druzin Halldórsdóttir, Ólafur Rúnarsson, Sigrún Pálmadóttir og Sæberg Sigurðsson.

Sunnudagur 4. ágúst kl. 11 – Ólafsfjarðarkirkja
Berjamessa
Listamenn af Berjadögum koma fram

Sunnudagur 4. ágúst kl. 11-14 – Kaffi Klara
Berjabrunch með Femke Smit og félögum - Allir velkomnir
Jazz og morgunmatur á Kaffi Klöru, Berjadögum lýkur með glans og allir velkomnir.

Berjadagar tónlistarhátíð í Ólafsfirði verður haldin í fyrsta skipti um verslunarmannahelgi og fer af stað fimmtudaginn 1. ágúst með kraftmiklu upphafskvöldi. Kvöldið hefst með íslenskum þjóðlögum og hljóðfæraslætti í flutningi Spilmanna Ríkínís í kirkjunni. Eftir tónleikana rölta gestir saman yfir í hljómleikasal Menningarhússins þar sem haldið verður áfram inn í norðlenska nótt með bæjarlistamönnunum Guito og Rodrigo sem leiða brasilíska hljómsveit Berjadaga. Ópera í sviðsuppfærslu verður flutt í fyrsta sinn í Ólafsfirði laugardagskvöldið 3. ágúst og markar tímamót og ekki má missa af hátíðarkvöldi með Bjarna Frímanni Bjarnasyni píanóleikara föstudaginn 2. ágúst í Ólafsfjarðarkirkju. Síðar sama kvöld kemur fram tvíeykið Hundur í óskilum. Sem fyrr verður gengið inn í dal með heimamanni til að leggjast í móinn og tína fjallagrös, göngutúr sem fjölskyldan getur notið í kyrrð og fegurð fjarðarins. „Brunch“ með djassívafi á Kaffi Klöru slær síðan botninn í helgina og berjamessan verður í kirkjunni.

Fjöldi listamanna kemur fram á Berjadögum 2019. Þeir eru m.a. Sigrún Pálmadóttir, Elmar Gilbertsson, Páll Palomares, Örn Magnússon, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Ásta Sigríður Arnardóttir, Jón Þorsteinsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Femke Smit, Jana Salóme Ingibjargardóttir, Ágúst Ólafsson, Hugi Jónsson, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Nathalia Druzin Halldórsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Sæberg Sigurðsson, Ólafur Rúnarsson, Lilja Gísladóttir, Guðrún Ösp Sigurðardóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir, Sigursveinn Magnússon, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, tvíeykið Hundur í óskilum skipað Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, brasilíska bandið með Rodrigo Lopes, Rodrigo Guito Thomas og Stefáni Daða Ingólfssyni, og að venju leiðir María Bjarney Leifsdóttir gönguna inn Árdalinn.

Hátíðin býður upp á dagskrá fyrir alla aldurshópa og er aðgangur ókeypis fyrir 18 ára og yngri. Nánari upplýsingar: www.artfest-berjadagar.is

The Blueberry Music Festival 2019

Tickets: ISK 3.500 / Festival Pass: ISK 8.500 (all events) Click here to purchase a festival pass
Free entrance for children up to 18 years of age

The Blueberry Music Festival in Ólafsfjörður will take place in early August this year, starting with a powerful opening night. The festival begins in the local church with Icelandic folksongs performed by Spilmenn Ríkínís, a widely known Icelandic folk band. After the concert guests will leisurely walk to the Culture House where local artists, Guito and Rodrigo, lead a band performing Brazilian music. Opera will be performed for the first time since the Blueberry Music Festival began. This event marks an important milestone in the history of the festival. The Gala Concert in Ólafsfjörður Church showcases several outstanding Icelandic artists accompanied by Bjarni Frímann Bjarnason pianist and conductor, an event not be missed. As before a local leads a hike into the Árdalur Valley where families can join the artists for a nature walk or simply lie down in the meadows to pick mountain moss and enjoy the unique scenery. The festival comes to a close with a Blueberry-Brunch flavoured by live jazz music.

The Blueberry Music Festival 2019 features artists such as Jón Þorsteinsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Sigrún Pálmadóttir, Elmar Gilbertsson, Femke Smit, Jana Salóme Ingibjargardóttir, Ágúst Ólafsson, Hugi Jónsson, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Helga Rós Indriðadóttir, Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Ása Fanney Gestsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Örn Magnússon, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Ásta Sigríður Arnardóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Sigursveinn Magnússon,Sigrún Valgerður Gestsdóttir, the duo Hundur í óskilum with Hjörleifur Hjartarson and Eiríkur Stephensen, and a Brazilian band with Rodrigo Lopes, Rodrigo Guito Thomas and Stefán Daði Ingólfsson. María Bjarney Leifsdóttir leads the hike into Árdalur Valley as usual.

This family-friendly festival is free for guests 18 years and younger. Further information on events and artists is available at the festival website, www.berjadagar-artfest.com