Tónleikar með Michael W Smith

Um viðburðinn

Concerto viðburðir kynna með stolti stórtónleika með Michael W Smith í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu þriðjudagskvöldið 9. júlí.

Tónleikar Michael W Smith á Íslandi eru hluti af tónleikaröð hans um Bandaríkin og Evrópu til að kynna nýja lofgjörðarplötu hans sem heitir Surrounded sem var tilnefnd til Grammy verðlauna í ár sem besta platan í flokknum “Best Contemporary Christian Music Album.”

Michael W Smith hefur hlotið Grammy verðlaunin þrisvar sinnum og kristilegu Dove verðlaunin 45 sinnum. Hann hefur samið 31 lag sem hefur náð á topp á vinsældalista, gefið út 14 plötur sem hafa selst í yfir 500.000 eintökum og 5 plötur sem selst hafa í yfir milljón eintaka. Að auki hefur hann gefið út 14 bækur.

Ásamt því að semja og gefa út sína eigin tónlist hefur MWS samið lög fyrir marga af þekktustu tónlistarmönnunum í kristilega tónlistarheiminum og má þar nefna Sandy Patty, Bill Gaither og Amy Grant.

MWS fagnar í ár 35 ára starfsafmæli og í tilefni þess verða haldnir heiðurs tónleikar 30. apríl þar sem meðal annars Amy GrantCece WinansJars of ClayMercyMeNewsboys og Rascal Flatts koma fram. Á meðal þeirra laga sem flutt verða á tónleikunum verður lagið “Friends” en það var meðal annars sungið í jarðaförum George W. Bush Bandaríkjaforseta og Billy Graham.

Þekktastur er hann fyrir að taka upp og gefa út lofgjörðarlög, heimfæra þau að sínum stíl og fyrir að halda lofgjörðartónleika út um allan heim.

Þetta er viðburður sem enginn ætti láta fram hjá sér fara.