Teitur Magnússon og Æðisgengið

Um viðburðinn

Hlýr, tímalaus en jafnframt skítugur – „það er enginn asi á Teiti“. Svo lýsti gagnrýnandinn Ingimar Bjarnason tónlistinni á síðustu plötu Teits Magnússonar, Orna, sem kom út á síðasta ári við mikinn fögnuð tónlistarunnenda. „Einhver fegursta hljóðmynd sem lengi hefur komið út á Íslandi“, sagði Ragnheiður Eiríksdóttir í Morgunblaðinu. Með Orna fylgdi Teitur eftir frumburði sínum sem sólótónlistarmaður, plötunni 27, sem þótt ekki síður dásemd, en Teitur hafði áður getið sér gott orð sem söngvari og gítarleikari reggísveitarinnar Ojba Rasta. 

Teitur kemur til Þorlákshafnar og hefur með sér Æðisgengið – og þar er vægt til orða tekið valinn maður í hverju í rúmi.