AUÐUR í Bæjarbíói

Um viðburðinn

AUÐUR mætir aftur í Bæjarbíó 18. júlí eftir hreint út sagt magnaða tónleika þann 13. júní s.l.

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember síðastliðnum sem ber heitið Afsakanir.  

Auður og platan hans Afsakanir hafa fengið frábærar viðtökur en hann frumflutti plötuna á Iceland Airwaves og fékk mikið lof fyrir.  

Platan hefur vakið mikla athygli fyrir að vera framsækin, einlæg og beinskeitt og sumir gagnrýnendur og tónlistarnöllar vilja meina að hún sé tímamótaplata í íslenskri R&B-tónlist. 

Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig hans þekktustu lög af fyrri útgáfum. 

Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði. 

Hljómsveitina skipa:

Daníel Friðrik Böðvarsson - Rafgítar og rafbassi 
Ellert Björgvin Schram - hljómborð og rafbassi 
Magnús Jóhann Ragnarsson - hljómborð og hljómsveitarstjórn 
Þorvaldur Þór Þorvaldsson - Trommur