Græjum þetta saman, söfnunartónleikar fyrir nýju hljóðkerfi Fíladelfíu

Um viðburðinn

Á uppstigningardag, þann 30. maí, verður blásið til tónleikaveislu í Fíladelfíu.

Tónleikarnir munu endurspegla fjölbreytt tónlistarlíf kirkjunnar með Gospelkór Fíladelfíu í fararbroddi. Söngsveitirnar Reykjavík Gospel Company og Gospeltónar koma fram auk þess sem frábærir einsöngvarar taka lagið, s.s. Páll Rósinkranz, Kristina Bærendsen og Edgar Smári Atlason, allt undir styrkri stjórn Óskars Einarssonar tónlistarstjóra. Einnig verður spennandi landsþekktur leynigestur.

Allur ágóði af tónleikunum fer í söfnun fyrir nýju, hágæða hljóðkerfi kirkjunnar. 

Miðaverð er aðeins kr. 2000 í forsölu á miði.is.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 en húsið opnar 19:30.