Tangerine Dream

Um viðburðinn

Extreme Chill Festival kynnir:
Tangerine Dream í Gamla Bíó Laugardaginn 14 september.

Ein stærsta hljómsveit raftónlistarinnar, Tangerine Dream, hefur undanfarin 50 ár verið óþreytandi við að skapa sinn stóra hljóðheim. Hljómsveitin var stofnuð árið 1967 af Edgar Froese í Þýskalandi og hefur síðan gefið út yfir 100 frumsamdar plötur, samið tónlist við fjölda kvikmynda og tölvuleikja og sjö sinnum verið tilnefnd til Grammy verðlauna. 

Eftir andlát Froese árið 2015 hafa eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, Thorsten Quaesching, Ulrich Schnauss og Hoshiko Yamane, haldið merki sveitarinnar og stofnanda á lofti í náinni samvinnu við Bianca Froese, ekkju Edgar Froese. Platan Quantum Gates kom út 2017 og í kjölfarið hafa fylgt tónleikar á stöðum eins og Dekmantel, Flow Festival og Barbican Hall í London.

English///

One of the biggest icons of electronic music, Tangerine Dream has painted stadium-sized soundscapes for no less than half a century. Founded and led by Edgar Froese in 1967, the German group has pioneered genres like ambient, Berlin School and Kosmische Musik, released over 100 studio albums, created over sixty film and computer game scores (GTA V) and were seven times Grammy nominated. 

Following Froese’s passing in 2015 the group’s remaining members Thorsten Quaeschning, Ulrich Schnauss and Hoshiko Yamane have continued to fulfill the founder’s musical visions both on the album Quantum Gate (2017) and through live performances at Dekmantel or Flow Festival or the Barbican Hall in London. Froese’s wife Bianca Froese-Acquaye is working closely with the band and upholding the legacy of her husband. 

tangerinedream-music.com
facebook.com/TANGERINEDREAM.OFFICIAL