Hjarta Hafnarfjarðar 2019 - ÚTISVÆÐI

Um viðburðinn

Hjarta Hafnarfjarðar 8.-14. júlí - ÚTISVÆÐI 

Það verður mikið um að vera og stanslaus gleði á útisvæði Hjarta Hafnarfjarðar vikuna 8.-14. júlí 2019.
Líkt og í fyrra verður svæðið staðsett fyrir framan Bæjarbíó á bókasafnsplaninu í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, fyrirtækin í nágrenninu og íbúa miðbæjarins. Mikil tónlistarveisla verður alla vikuna. 

Öllum tónleikunum sem eru inni í Bæjarbíói verður varpað  á 12 fermetra risa LED skjá í fullkomnu 'sándi'.
Útiböll verða fimmtudag, föstudag og laugardag, Dj´s, trúbadorar og allskyns gleði. 

Gullvagninn verður á svæðinu og risa bjórgámur auk þess sem fjöldi veitingastaða í Hafnarfirði verða með góðgæti á boðstólum fyrir svanga gesti bæjar- og tónlistarhátíðinnar Hjarta Hafnarfjarðar. 

Útisvæðið opnar kl 19:00 á kvöldin og er opið til miðnættis mánudag, þriðjudag og miðvikudag og svo til kl. 01:00 eftir miðnætti fimmtudag, föstudag og laugardag. 

Dagpassar eru seldir sérstaklega á útisvæðið en þeir sem tryggja sér miða á tónleikana í Bæjarbíói hafa aðgang að útisvæðinu inni í miðarverðinu.

DAGSKRÁ Á ÚTISVÆÐI:

8. Júlí - Mánudagur - FRÍTT INN -  OPNUNARHÁTÍР- 19:00 - 23:00

9. Júlí - Þriðjudagur - ÚTISVÆÐI - DIMMA á risa LED skjá
DJ til miðnættis.    

10. Júlí - Miðvikudagur - ÚTISVÆÐI - FRIÐRIK DÓR ásamt hljómsveit á risa LED skjá
DJ til miðnættis.

11. Júlí - Fimmtudagur - ÚTISVÆÐI - FRÍTT INN  - Björgvin Halldórs ásamt hljómsveit á risa LED skjá
PAPABALL til 01:00

12. Júlí - Föstudagur - ÚTISVÆÐI - Jónas Sig - Milda hjarta á risa LED skjá
PAPABALL til 01:00 

13. Júlí - Laugardagur - ÚTISVÆÐI - Á móti sól á risa LED skjá 

Á MÓTI SÓL BALL til 01:00


Sjá nánar á https://baejarbio.is