Vorkoma Ólafar Arnalds

Um viðburðinn

Söngvaskáldið Ólöf Arnalds kemur upp úr djúpi vetrar með alls konar sprota; ný stef og textabúta sem hún hnýtir vandlega saman við lög sem hafa áður fest sig í sessi. Óvæntir gestir gætu skotið upp kollinum. 

Húsið opnar 20:30 - Miðaverð er 2.500 krónur.