Brassrokk

Um viðburðinn

Rokkaðir tónleikar með poppívafi þar sem Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt Þráni Árna Baldvinssyni gítarleikara Skálmaldar og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni stórsöngvara, flytja helling af hágæða efni frá flytjendum á borð við JEt Black Joe, Skálmöld, Rage against the Machine, Bubba, Eika Hauks, muse, Þursaflokknum, Patti Smith og fuuuullt af Queen. Biluðu stuði lofað!

Um tvenna tónleika verður að ræða. Þeir fyrri verða í Seljakirkju í Reykjavík miðvikudagskvöldið 10. apríl kl. 20:00 og þeir seinni verða Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar laugardaginn 13. apríl kl. 15:00. Stjórnandi er Snorri Heimisson.

The show must go on!