GIG Útgáfutónleikar

Um viðburðinn

Laugardaginn 30. mars kl.20:00 heldur hljómsveitin GIG tónleika þar sem einnig verður fagnað útgáfu EP geisladisk hljómsveitarinnar.

Hljómsveitina skipa:
Daney Björk Haraldsdóttir: Söngur
Ingvar Alfreðsson: Hljómborð
Jóhann Ásmundsson: Bassi
Guðni Gunnarsson: Trommur
Emil Hreiðar Björnsson: Gítar
Pétur Erlendsson: Gítar
Hrannar Kristjánsson: Hljóðmaður

Frábærir gestir koma fram með hljómsveitinni þetta kvöld sem eru rapparinn Tiny og söngkonurnar Hrönn Svansdóttir og Fanny Kristín Tryggvadóttir.

Það væri okkur mikil ánægja að sjá þig og þína þetta kvöld. Boðið verður upp á frábæra dagskrá.

Tónleikarnir verða haldnir í húsnæði Vegarins á Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi.
Húsið opnar kl.19:00