Teebs + Thomas Stankiewicz

Um viðburðinn

Teebs er sviðsnafn tónlistar- og myndlistarmannsins Mtendere Mandowa. Hann fæddist í New York, foreldrar hans frá Malawi og Barbados. Seinna flutti hann til Los Angeles og með verkum sínum fór hann að verða þekktur fyrir einkennandi hljóð sitt. Fyrsta platan hans ‘Ardour’ kom út árið 2010 við góðar móttökur. Hún var ein af fyrstu plötunum sem Flying Lotus gaf út á hljómplötuútgáfu sinni ‘Brainfeeder’. Síðan þá hefur Teebs gefið út tvær breiðskífur til viðbótar og er von á þeirri nýjustu frá honum á þessu ári. Á henni koma fram Panda Bear, Thomas Stankiewicz og fleiri til sögunnar. Teebs hefur verið mikill stólpur í raftónlistar-senunni víða um heim og hefur tónlist hans skarað sig út sem kontemplatíf, draumkennd og dáleiðandi. Þó er hún einnig oft mjög rythmísk og leynir í sér hljóðlægar áferðir af bjöguðum og breyttum hljóðum.

Thomas Davíð Stankiewicz er íslenskur tónlistarmaður sem starfað hefur í Los Angeles síðastliðin ár. Þar hefur hann starfað sem upptökustjóri ásamt því að semja og gefa út eigin tónlist hjá útgáfununni Stones Throw Records. Hann hefur unnið og komið fram með mörgum í Los Angeles, meðal annars Teebs. Undanfarið ár hafa þeir unnið að nýju efni sem kemur út árið 2019. Tónlist Thomasar er undir áhrifum af klassískri samtímatónlist og eldri kvikmynda- og þjóðlagatónlist.

Húsið opnar 20:30 - Tónleikar hefjast 21:00 - Miðar 2500kr