Blúshátíð í Reykjavík 2019

Um viðburðinn

Blúshátíð í Reykjavík 2019

Hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiðann sem gildir á öll kvöldin takmarkað magn Blúsmiða er í sölu.

Þriðjudagur 16. apríl
Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20.00
Blúshátíð byrjar með látum í ár. Á svið stígur Emil Arvidsson, sem margir telja einn besta blúsara Norðurlandanna. Blúsáhugafólk þekkir hann sem leiðtoga hljómsveitarinnar Emil & The Ecstatics en hér spilar með Erik Qvick vini sínum, Þorgrími Jónssyni og Vigni Stefánssyni sem sannarlega kann að hræra í Hammondorgelinu. Gestir hátíðarinnar eiga sannarlega von á góðu.
Fyrir hlé verða snillingarnir okkar, þeir Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson og Þorleifur Gaukur Davíðsson með heilmikinn blúsbræðing sem þeir kalla Fantasy Overture. 
Nýkrýnt blúsaðasta band Músíktilrauna 2019 byrjar kvöldið með látum og sýnir bæði og sannar að blúsinn lifir góðu lífi hjá ungliðunum.

Miðvikudagur 17. apríl 
Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20.00
Eftir margra ára tilraunir tókst Blúshátíð loksins að fá goðsögnin Joe Louis Walker til landsins. Það er mikill fengur að komu hans enda er Joe Louis Walker í hópi allra virtustu blústónlistarmanna samtímans og eftirsóttur á blúshátíðum um allan heim. Hann hlakkar til að koma til landsins og spila með strákunum í Blue Ice Band. Joe Louis Walker hefur hlotið Grammy verðlaun og í fjórgang hefur hann fengið Blues Music Award, eftirsóttustu verðlaun blúsheimsins.
Fyrir hlé bjóða Strákarnir hans Sævars upp á kraftmikla blúsveislu þar sem rokkskotinn blús veður í hávegum hafður.

Fimmtudagur 18. Apríl skírdagur
Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20.00
Á lokakvöldi Blúshátíðar halda Vinir Dóra upp á 30 ára starfsafmæli sitt með sannkallaðri blúsveislu. Þeir Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson bjóða fjölda gesta á svið. Þar má nefna Andreu Gylfadóttur, Davíð Þór Jónsson, Þorleif Gaukur Davíðsson, Rubin Pollock, Pétur Tyrfingsson. Þetta partý verður seint toppað!
Fyrir hlé leika GGblús Guðmundur Jónsson, Guðmundur Gunnlaugsson. Uncle John Jr. byrjar kvöldið.

Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki þegar reynsluboltar, ungliðar og heimsfrægir leynigestir galdra fram blús af allra bestu gerð.

Blúshátíð í Reykjavík 2019 hefst laugardaginn 13 apríl með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga frá Leifsstyttu kl 14 til að fagna vorinu. Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög og Krúser klúbburinn með bílasýningu.
Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2019. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira.

Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00.