Brahms, Bruckner, Mendelssohn - rómantísk kór- og orgeltónlist

Um viðburðinn

Mótettukór Hallgrímskirkju flytur rómantíska kórtónlist eftir Bruckner, Mendelssohn, Brahms o.fl. Mjög falleg efnisskrá í samspili kórs og orgels ásamt einsöng Ástu Marýjar Stefánsdóttur sóprans sem vann fyrstu verðlaun í söngkeppninni Vox Domini 2018.

Orgelleikur: Björn Steinar Sólbergsson
Einsöngur: Ásta Marý Stefánsdóttir, sópran
Stjórnandi: Hörður Áskelsson