Lögin úr teiknimyndunum

Um viðburðinn

Það verður ævintýranleg stemning þegar Valgerður Guðnadóttir og Felix Bergsson koma á Hendur í höfn til þess að syngja lögin úr teiknimyndunum. Þau eiga það sameiginlegt að vera raddirnar á bakvið margar af ástsælustu teiknimyndapersónum sem hafa hljómað aftur og aftur heima í stofu hjá flestum landsmönnum! 

Þeim til halds og trausts verður píanóleikarinn Vignir Stefánsson

Tilvalinn sunnudagsbíltúr í Þorlákshöfn (30 mín frá Rvk) 

ATH! Takmarkað magn miða í boði og nauðsynlegt að panta borð ef vilji er fyrir því að gæða sér á þeim einstöku kræsingum sem Dagný á Hendur í höfn töfrar fram. Borðapantanir eru á hendurihofn@hendurihofn.is