CLUBDUB x ARON CAN @ H30

Um viðburðinn

Agent.is & Jagermeister kynna með stolti...

CLUBDUB x ARON CAN @ H30, KEFLAVÍK 16. FEB!

Það er óhætt að segja að stemmarinn á H30 mun vera í ruglinu laugardaginn 16. febrúar þegar tvö af heitustu tónlistaratriði landsins sameina krafta sína, ClubDub og Aron Can. Eftir að strákarnir í Clubdub gáfu út sína fyrstu plötu "Juice Menu" fór allt heldur betur í gang hjá þeim og hefur þetta sturlaða dans-tvíeyki sem hófu feril sinn í 1200 hér um árið haft nóg að gera. Clubdub var rétt í þessu að droppa heimildarmynd um bandið sem þú getur horft á í Sjónvarpi Símans, mælum mikið með. 

Aron Can þarf varla að kynna fyrir H30 þar sem hann hefur spilað trekk í trekk fyrir troðfullu húsi en nú í fyrsta sinn verður hann ekki einn. Aron vann enn ein verðlaunin fyrir verk sín á hlustendaverðlaununum fyrir besta myndbandið. 

"Clubbed up", "Drykk 3x", "Eina sem ég vil", "Chuggedda", Enginn mórall", "Aldrei heim", "Fullir vasar" og við getum haldið endalaust áfram, allt hittarar sem þið fáið að heyra live á H30 16. feb!

FORSALA HEFST Á ÞRIÐJUDAGINN Á MIÐI.IS og mun vera ódýrara í forsölu en þó takmarkað magn miða í boði. Einnig kemur forsölumiðinn þér framfyrir röð! Aldurstakmark er 18+.