GESTIR FRÁ LITHÁEN/ HIN MARGVERÐLAUNAÐA SÖNGKONA JURGA OG DIANA ENCIENÉ

Um viðburðinn

JURGA SYNGUR BACH, HÄNDEL, MOZART O.FL.

Hin margverðlaunaða og þekkta litháenska tónlistarkona Jurga er mjög fjölhæf og á tónleikunum í Hallgrímskirkju syngur hún margar helstu perlur tónbókmenntanna eftir J.S. Bach, Vivaldi, Händel og Mozart og einnig nokkur sinna eigin verka. Með henni leikur Diana Enciede á Klais orgel kirkjunnar, en þær hafa komið fram með svipaða efnisskrá í Dómkirkjunni í Vilnius og víðar við mikla hrifningu.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listvinafélags Hallgrimskirkju og umboðsskrifstofu Jurga, en með tónleikunum vilja listamennirnir sýna Íslendingum þakklæti sitt fyrir að hafa verið fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Litháen í febrúar 1991. Sendiherra Litháen fyrir Ísland, sem staðsett er í Danmörku kemur sérstaklega til landsins til að vera viðstödd þennan viðburð.

Jurga, sem er alþjóðlega þekkt sem poppsöngkona hefur unnið um 40 verðlaun fyrir list sína m.a. Litháensku tónlistarverðlaunin nokkrum sinnum sem söngkona og lagahöfundur ársins, fyrir videó ársins, sem kona ársins í Litháensku tónlistarlífi og evrópsku MTV verðlaunin 2007 sem "The Best Baltic Act" og einnig Grand Prix á Baltic Song Festival í Svíþjóð og Just Plain Fols awards 2009 í BNA. Plata hennar Aukso Pieva hefur veitt henni heimsfrægð og selst í yfir 25.000 eintökum.

-------------------------------------

Efnisskrá: 

Jurga - "Seniai toli” (“Far Away, Long Time Ago”)
J. Alain   -  “Litanies"
A. Vivaldi - "Domine Deus" from “Gloria"
J. S. Bach - "Agnus Dei" from Mass in B minor
J. S. Bach - "Bist Du Bei Mir" from "Notenbüchlein für Anna Magdalena Bach”
J. S. Bach  -  "Erbarme Dich" from St. Matthew Passion
G.F. Händel - "Ombra mai fu"  from “Xerxes"
W. A. Mozart - "Laudate Dominum”
H. M. Dunham - Toccata in B major op.24 Nr. 6
Jurga - “Goal of Science"
Jurga - "Prie žalio vandens” (“At the Green Water”)

GUESTS FROM LITHUANIA/ the famous singer JURGA with Diana Enciené organ

A festive concert will be held in Hallgrímskirkja Monday February 11 2019 at 8 pm with the multi price winning famous Lithuanian singer and songwriter JURGA with DIANA ENCIENÉ organ 

On the programme are works by J.S. Bach. Mozart, Händel, Jurga and more. 

The concert is held in cooperation with the Hallgrimskirkja Friends of the Arts Society to celebrate the anniversary of Lithuania’s independence. Iceland was the first country to recognise Lithuania’s independence in February 1991. 

FREE ADMISSION FOR MEMBERS OF THE HALLGRIMSKIRKJA FRIENDS OF THE ARTS SOCIETY.

Admission: ISK 2000 - ticket sale in Hallgrimskirkja open daily 9 am - 5 pm and online on midi.is.