SúEllen í Bæjarbíói

Um viðburðinn

SúEllen heldur sína fyrstu tónleika á höfuðborgarsvæðinu í 5 ár. Tónleikarnir verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði 9. mars n.k. Sveitin lék nýverið nokkur lög á stórtónleikum í Hörpu og sáu þá allir að þeir félagar hafa engu gleymt og jafnvel eitthvað lært.

Á tónleikunum í Bæjarbíói mun sveitin leika sín allra þekktustu lög, segja sögu laganna og ýmislegt fleira óvænt verður á dagskrá.
SúEllen er örugglega ein þekktasta hljómsveit Austfjarða og þó víðar væri leitað.
Hljómsveitin var vinælust á árunum 1987-1994 og átti þá marga smelli á vinsældarlistum, má þar nefna lögin: Símon, Elísa, Kona, Ferð án enda og Þessi nótt. SúEllen hefur aldrei hætt og spilar alltaf annað slagið við hátíðleg tækfæri. Sveitin gaf út safnplötuna “Ferð án enda” 2003 og einnig leit dagsins ljós ný breiðskífa árið 2013 “Fram til fortíðar” sem fékk frábæra dóma og rötuðu lög af henni inn á vinsældarlista Rásar 2. “Gæðapopp frá Austufjörðum” er oft sagt og þeir félagar mun gera sitt allra besta til að koma því vel til skila í Bæjarbíói. Það er gríðarleg tilhlökkun hjá drengjunum síungu.