KK og Föruneytið

Um viðburðinn

Kristján Kristjánsson, eða KK eins og flestir þekkja hann, er einn af tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið og leikið lög inn hljómplötur í áraraðir, samið tónlist fyrir leikrit, bíómyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem hann hefur leikið eitt og eitt hlutverk sjálfur. 

Lengi hefur hann þráð að flytja úrval af lögum sínum sem krefjast hljómsveitar, en fram að þessu hefur hann oftast verið einn á ferð með gítar og munnhörpu að vopni. Nú ætlar KK að láta þennan draum sinn rætast og hefur safnað saman góðum mönnum í föruneyti sem mun ferðast með honum vítt og breitt um landið nú um leið og blessuð sólin hækkar á lofti.

Förunautar KK á vortúrnum eru:

Eyþór Gunnarsson, hljómborð, raddir
Guðmundur Pétursson, ýmsir gítarar, raddir
Sölvi Kristjánsson, bassi, raddir
Kristinn Agnarsson, trommur, raddir

Tónleikaröðin hefst í Bæjarbíó í Hafnarfirði laugardaginn 23. mars og munu viðkomustaðirnir svo vera þessir:

Laugardagurinn   23. mars   Bæjarbíó Hafnarfirði
Föstudagurinn     29. mars   Alþýðuhúsið Vestmannaeyjum
Laugardagurinn   30. mars   Hendur í Höfn Þorlákshöfn
Fimmtudagurinn  4. apríl     Midgard Hvolsvelli
Föstudagurinn     5. apríl     Frystiklefinn Rifi
Laugardagurinn   6. apríl     Skyrgerðin Hveragerði
Föstudagurinn     12. apríl   Kaffi Rauðka Siglufirði
Laugardagurinn   13. apríl   Græni Hatturinn Akureyri