Bubbi Morthens - Gott að elska - Valentínusardagurinn

Um viðburðinn

Bubbi Morthens heldur hugljúfa tónleika á Valentínusardaginn,14. febrúar, í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Í fyrra seldist upp á viðburðinn á örskömmum tíma. Gerðu Valentínusardaginn ógleymanlegan fyrir elskuna þína með rómantískum Bubba tónleikum.

Eins og alþjóð veit þá er lagasafn Bubba stórt og yfirgripsmikið, en væntanlega gera ekki allir sér grein fyrir því að þar er efni í vel rúmlega heila tónleika sem samanstanda eingöngu af ástarlögum. Bubbi verður á einlægum nótum og mun segja sögurnar sem liggja að baki sumum laganna. Einstök stund með ástsælasta tónlistarmanni Íslands.

Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast 20:30