Mengi Series kynnir: Úlf, Randall Dunn, William Hayes & Aaron Roche í Iðnó

Um viðburðinn

Búast má við tilraunakenndum tóngjörningum, ofur-fallegri pródúsjón og samsuðu úr mörgum breytilegum tónlistarstefnum þar sem þessir ólíku og einstöku listamenn leiða saman hesta sína. 

Um listamennina:

Randall Dunn hefur komið víða við sem upptökustjóri innan tilraunakenndrar hávaðatónlistar og er almennt talinn einn besti innan síns sviðs. Nýleg verkefni telja meðal annars samvinnu með Jóhanni Jóhannssyni að tónlistinni í Mandy, upptökustjórn með Anna von Hausswolff og dönsku metalsveitinni Sort Sol (Official Site). figureight gaf út í síðasta mánuði hans fyrstu sólóplötu, Beloved, sem hefur fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu miðlum.
Nánari upplýsingar: https://www.figureightrecords.com/randalldunn
Hljóðdæmi: https://randalldunn.bandcamp.com/

Aaron Roche hefur komið víða við og hefur til að mynda samið tónlist fyrir American Ballet Theatre og unnið með listamönnum á borð við Lower Dens, Sufjan Stevens og ANOHNII. Plata hans HaHa HuHu kom út í fyrra á vegum figureight en þar mætast hávaðahljóðheimur og melódískar ballöður svo úr verður töfrakokteill.
Nánari upplýsingar: https://www.figureightrecords.com/aaron-roche
Hljóðdæmi: https://aaronrochemusic.bandcamp.com/

Úlfur hlaut verðlaunin “Ungt tónskáld ársins" 2013 frá International Rostrum of Composers og hefur samið verk fyrir t.a.m. Sinfóníuhljómsveit Íslands og hina virtu hljómsveit Kronos Quartet. Platan Arborescence kom út í fyrra á vegum figureight, en á henni kemur fram einvalalið tónlistarmanna á borð við Skúla Sverrisson, Gyðu Valtýsdóttur, Ólaf Björn Ólafsson, Alex Somers, Zeenu Parkins, Greg Fox og Shahzad Ismaily. Ljúfar melódíur og söngur Úlfs blandast tilraunakenndum hávaða-skotnum hljóðum sem mögulega má rekja til harðkjarnabakgrunns tónlistarmannsins. Áhrifa klassískra tónsmíða gætir og raf blandast strengjum á einstakan hátt.
Nánari upplýsingar: https://www.figureightrecords.com/ulfur
Hljóðdæmi: http://ulfur.bandcamp.com

William Hayes er fjölhæfur tónlistarmaður og tónskáld. Hann hefur komið víða við og til að mynda unnið með Jóhanni Jóhannssyni, Myrkur, Newaxeyes og samið fyrir kvikmyndir og dansverk. Tónlist hans blandar saman melódíum og hávaða á einstakan hátt.