Ragnheiður Gröndal - Töfrabörn

Um viðburðinn

Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Gamla bíói 31. mars 2019 þar sem hún fagnar útgáfu á væntanlegri plötu sem ber heitið Töfrabörn og inniheldur nýjustu verk Ragnheiðar. Platan var unnin í London með upptökustjóranum Gerry Diver ásamt fleiri tónlistarmönnum og ber með sér nýjan og spennandi hljóm.