Aðventuhátíð í Lindakirkju

Um viðburðinn

Uppselt á augabragði á tónleikana 16. des kl. 20. Aukatónleikar sama dag kl. 17 komnir í sölu!

Hugljúf Aðventuhátíð í Lindakirkju.
Kór Lindakirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja fjölbreytt jólalög og sálma undir stjórn Óskars Einarssonar. 
Hljómsveitina skipa: Óskar Einarsson, Páll Elvar Pálsson, Pétur Erlendsson og Brynjólfur Snorrason. 

Unglingagospelkór Lindakirkju og Barnakór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. 

Miðaverð: 1500 krónur og rennur öll innkoma óskipt til Hjálparstarfs Kirkjunnar.
Athugið að miðasala er einungis á: www.midi.is.