Hátíðarhljómar við áramót/ Festive Sounds at New Years Eve!

Um viðburðinn

Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel 

Trompetleikararnir BALDVIN ODDSSON OG JÓHANN NARDEAU og BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON organisti Hallgrímskirkju flytja glæsileg hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. eftir J.S. Bach, ( Tokkata og fúga í d-moll) Vivaldi o.fl.
Þessir  tveir afburða ungu íslensku trompetleikarar koma frá New York og París til að færa okkur hátíðarstemmningu áramótanna í samleik við Klais- orgelið. 

Þetta  er í 26. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Áramótastemmningin byrjar með hátíðarhljómum trompetanna og orgelsins enda njóta þessir tónleikar gríðarlegra vinsælda og hafa verið haldnir slíkir tónleikar fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais orgelsins 1992. Lúðraþytur og trumbursláttur hafa um aldir tengst hátíðum. Fyrirmyndir þess má finna í elstu sálmabók kirkjunnar, Saltaranum, þar sem Drottinn er lofaður með bumbum og málmgjöllum. Lúðraköll - fanfarar tengjast bæði konunglegum lífvörðum og herkvaðningum af ýmsum toga og í kirkjunni hafa þessi hljóðfæri meðal annars verið notuð þegar upprisu Krists er fagnað á páskum og með dýrðarsöng englanna á Betlehemsvöllum.

Flest verkin eiga uppruna sinn á barokktímabilinu.

Sjá nánar á LISTVINAFELAG.IS -JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2018

---------------------------------------

Festive Sounds at New Years Eve!
Festive music for 2 trumpets and organ.
December 30th at 5 pm and December 31st at 4 pm.

The highly popular New Years event returns with festive music for two trumpets and organ.
Two exceptional young Icelandic trumpetplayers visit from New York and Paris to start the New Year festivities with the Klais organ.
Performers: Baldvin Oddsson trumpet, Jóhann Nardeau trumpet, Björn Steinar Sólbergsson organ.
The New Years mood is set by the Festive Sounds, and this concert is hugely popular as it has been performed for a full house at the end of the year since the inauguration of the Klais organ in 1992.