Ljúfir tónar með Jónínu Ara

Um viðburðinn

Jónína Ara býr í Ósló noregi. Hún hefur verið á tónleikaferðalagi um norðurlöndin frá því í sumar og ætlar að vera með nokkra tónleika á Íslandi í janúar. 

Tilvalið að gefa miða á þessa tónleika í jólapakkann.

Fyrstu tónleikar íslandsferðarinnar verða í Midgard Base Camp, Hvolsvelli, þar sem gestum gefst kostur á að hlíða á ljúfa tóna í notarlegu andrúmslofti staðarins.
“Ég á góðar minnngar af svæðinu, bjó þar og vann í nokkur ár, auk þess sem ég nýti hvert tækifæri til að heimsækja pabba minn í Fljótshlíðina. Ég hlakka til að deila og njóta kvöldsins í heimilislegu og notalegu andrúmslofti sem Midgard hefur skapað fyrir tónlistarmenn”

Aðrir tónleikar íslandsferðarinnar verða í Friðheimum í Reykholti þar sem gestum gefst kostur á hlíða á ljúfa tóna í einstöku miðjarðarhafsloftslagi staðarins.
 “Þetta í fjórða skiptið sem ég er með tónleika í gróðurhúsinu í Friðheimum. Að spila í þessu umhverfi er engu líkt og draumi næst. Ég hlakka til að deila tónlistinni minni og njóta kvöldsins með gestum.”

Jónína Ara gaf út sína aðra plötu haustið 2017 og hefur hún fengið góðar viðtökur.
Jónína deilir með gestum sögum á bakvið lögin sín, gerð þeirra og áhugaverðum uppákomum á lífsleiðnni.

Hægt er að hlusta á tónlistina hennar á netinu og nálgast allar upplýsingar á www.joninamusic.com