Júníus Meyvant í Bæjarbíói

Um viðburðinn

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant gefur út nýja breiðskífu þann 25. janúar næstkomandi. Af því tilefni er hann á leið í mikla tónleikaferð um heiminn sem hann ætlar að þjófstarta á Íslandinu góða.

Tónleikaferðin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði og þar næst í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, áður en haldið verður út fyrir landsteinana.

Júníus Meyvant hefur eytt mestum hluta þessa árs í hljóðveri að vinna að nýju plötunni, ‘Across the Borders’, og hefur hann því lítið spilað á tónleikum undanfarið en nú snýr hann aftur með ný lög og nýja og stærri hljómsveit með sér á sviðinu. 

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að sjá þennan skemmtilega tónlistarmann á sviði á litlum og einlægum tónleikum áður en hann sigrar heiminn.