Chris Speed Trio

Um viðburðinn

Mengi kynnir Chris Speed Trio í Mengi, mánudaginn 5. nóvember kl. 21:00. 

Frá því að Chris Speed kom til New York snemma á 10. áratug síðustu aldar hefur hann verið einn af mikilvægustu spunatónlistarmönnum borgarinnar. Hann hefur tekist á við margskonar verkefni, allt frá djasstónlist yfir í þjóðlaga-, klassíska- og rokk tónlist. Stofnun tríósins með trommaranum Dave King (The Bad Plus) og bassaleikaranum Chris Tordini hefur að einhverju leiti snúið stefnu verka Chris við. Hópurinn er að koma aftur úr fyrri verkefnum sem eiga sér djúpar rætur í djasshefðum og innleiða allt það sem þeir hafa lært inn í verk sín. Það sem er einna mest heillandi við þessa tónlist er innleiðing eldri djass-hefða á beinskeittan og áhrifaríkan hátt. Tónlistin er upplífgandi og Chris er laginn við að semja lög sem búa yfir eigin tilfinningaheimum og möguleikum sem finna má innan grípandi laglína þeirra.

Tímaritið Chicago Reader tilnefndi fyrstu plötu tríósins Really OK sem eina af bestu djass plötum ársins og nefndi sérstaklega hæfileika hljómsveitarinnar til þess að tengja saman ást sína og virðingu fyrir djass tónlist til þess að ýta tónlistarforminu inn á nýjar slóðir.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 3.000 kr.