GYDA - Evolution útgáfutónleikar

Um viðburðinn

Mengi Series kynnir með stolti G Y D A Evolution í Iðnó fimmtudaginn 25. október.

Viðburðurinn hefst kl 21.00
Miðaverð 2.900 kr.

Tónleikarnir eru haldnir í tilefni nýrrar plötu Gyðu, Evolution, sem kemur út hjá plötufyrirtækinu figureight. Hljóðfæraleikarnir sem koma fram með Gyðu Valtýrsdóttur eru:

Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir - fiðla
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir - víóla
Júlía Mogensen - selló
Shahzad Ismaily - hljóðgervlar & trommur

Nýja plata Gyðu, Evolution, inniheldur tónsmíðar eftir hana sjálfa og með-upptökustjóri hennar á plötunni er Alex Somers. Aðrir sem komu að henni eru Shahzad Ismaily, Albert Finnbogason, Aaron Roche, Julian Sartorius og Úlfur Hansson. Upptökur fóru fram í New York og Los Angeles, þar sem tekið var upp á hvorum stað í 10 daga. Mikið var lagt upp úr heilsu í upptökuferlinu, bæði líkamlegri og andlegri, og eru áhrif þess viðverandi í flæði plötunnar og gefa hljóm hennar ójarðbundna eiginleika. Platan er ekki mjög ólík fyrri verkum Gyðu, en kannar á sama tíma ótroðnar slóðir.