Jónas Sig - Útgáfutónleikaröð
Um viðburðinn
Jónas Sig sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu í nóvember og ætlar að því tilefni að leggja land undir fót ásamt hljómsveit sinni.
Platan heitir Milda hjartað og mun Sena gefa hana út.
Í tónleikaröðinni verða fjölmargir staðir út um allt land heimsóttir, t.d. Siglufjörður, Akureyri, Dalvík, Rif, Seyðisfjörður, Þorlákshöfn, Egilsstaðir og svona mætti lengi telja, en miðasalan fer fram á midi.is.
Samhliða plötunni gefur Jónas einnig út bók með textum laganna ásamt heimspekilegum hugleiðingum sínum sem geta farið út í geim og til baka!
„En þá var þessi hugmynd um milda hjartað komin í mig og lét mig ekki vera. Þessi hugmynd að gera plötu sem væri meira klassísk, „singer/songwriter“ eins og maður slettir. Lög sem þú getur spilað á kassagítar. Lög sem væru flutt af hljómsveit og gamaldags fílingur eins og verið sé að djamma. Svolítið í anda þess sem Bob Dylan gerði með The Band og síðan auðvitað trommu, bassa, fönk stemmning í anda James Brown. Bræða þessu saman við einlægni og hlýju, blandað saman við von. Það er milda hjartað.“
Dagsetningar:
1. des Bíóhöllin Akranesi
13. des Græni hatturinn Akureyri
14. des Segull Siglufirði
23. des Gamla bíó Reykjavík