Jól með Jóhönnu

Um viðburðinn

Söngkonan Jóhanna Guðrún ætlar að halda jólatónleika í Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. desember klukkan 20.00 og þorláksmessutónleika í Vídalínskirkju sunnudaginn 23. desember kl 17:00 og kl 20:00. Með Jóhönnu verður gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson.

Jóhanna og Davíð ætla að skapa notalega jólastemningu og flytja sín uppáhalds jólalög í glænýjum útsetningum fyrir gítar og söng.

Miðaverð 3490.

Húsið opnar hálftíma fyrir tónleika.