Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi - Jólatónleikar

Um viðburðinn

Jólatónleikar
- Jóhanna Guðrún & Eyþór Ingi -
- Ásamt Gospelkór Jóns Vídalíns -

23. nóvember - Örfá sæti laus
24. nóvember - Aukatónleikar (uppselt)
25. nóvember - Aukatónleikar (sala hafin)

Stórsöngvarana Eyþór Inga og Jóhönnu Guðrúnu þarf vart að kynna. Hvor um sig hafa þau haldið sólótónleika og jólatónleika fyrir húsfyllum síðastliðin ár.  En núna munu þau í fyrsta skiptið halda jólatónleika saman. 

Ásamt Jóhönnu Guðrúnu og Eyþóri Inga verður hljómsveit skipuð fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar, Gospelkór Jóns Vídalíns, og landslið tæknimanna.  

Tónleikarnir verða samanbland af skemmtilegum jólastuðlögum, gæsahúðarlögum og glensi. 

Því er þetta einstakt tækifæri til að byrja jólatíðina með þessum mögnuðu tónleikum.