Sycamore Tree

Um viðburðinn

Sycamore Tree - Aukatónleikar !!

Færri komust að en vildu á tónleikana á Hard Rock og því blása þau til aukatónleika sunnudagskvöldið 25.nóvember kl 21.00 á Hard Rock Café. 

Tónleikar dúettsins eru frábær upplifun þar sem áheyrandinn ferðast um í draumkenndum heim þeirra Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmars. 

Sycamore Tree vinnur einmitt um þessar mundir að sinni annari breiðskífu í Los Angeles og Reykjavík. Þau munu leika lög af fyrstu plötu sinni sem og ný lög sem munu verða á skífunni sem kemur út á nýju ári. 

Hljómsveitin hlaut margar tilnefningar og verðlaun á hlustendaverðlaunum nú fyrr á árinu og hafa fengið mikla spilun og fjölmörg lög þeirra rötuðu á vinsældarlista landsins. Lög eins og My Heart Beats For You, Don´t Let Go, Home, Trouble og Save your Kisses ættu að vera landsmönnum vel kunnug. 

Ásamt þeim Ágústa Eva Erlendsdóttur og Gunna Hilmars mun Arnar Guðjónsson spila á bassa, Óskar Þormarsson á trommur og Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó. Einnig mun Matthías Stefánsson leika á gítar og fiðlu og Catherine Maria á selló.