Hjarta Hafnarfjarðar - Útisvæði

Um viðburðinn

HJARTA HAFNARFJARÐAR -ÚTISVÆÐI

Vegna mikillar aðsóknar ákveðið að bæta svo um munar í stemminguna á útisvæðið sem sett verður upp fyrir framan Bæjarbíó í tilefni Hjarta Hafnarfjarðar. Útisvæðið er sett upp í samvinnu við nokkur rómuðustu veitingahúsum í Hafnarfirði en það eru Krydd, Von Mathús og Tilveran. Það verður því sannkölluð matar og menningarveisla á útisvæðinu 

Fyrir alla þá sem eiga miða á tónleikana á Björgvin Halldórsson fimmtudagskvöldið 30. ágúst, Bjartmar Guðlaugsson föstudagskvöldið 31. ágúst og Hjálma laugardagskvöldið 1. september þá fylgir aðgengi að útisvæðinu aðgöngumiðanum. Þeir sem ekki hafa tryggt sér miða á tónleikana inni þurfa þó ekki að örvænta því við bjóðum upp á dagpassa á útisvæðið í takmörkuðu magni á föstudags og laugardagskvöld. Miðasalan er á www.midi.is   

Það er FRÍTT inn á útisvæðið Fimmtudagskvöldið 30. ágúst á meðan plássið leyfir.

Útisvæðið veður frá gaflinum á Súfistanum í austri og að horni Strandgötu við Bókasafnið í vestri. Þar verður eitt stk 200 fm2 tjald og inni í því sæti fyrir álíka marga. Í tjaldinu verður svið þar sem listamenn koma fram, svæði til að dansa ef fólk vill, risa skjár þar sem tónleikunum inni í Bæjarbíói verður streymt út að hluta. Einnig kynnum við frábæra nýjung en það er sérsmíðaður 40 feta bjórgámur með um 50 dælum. Þar verður hægt að versla á hina ýmsu tegundir af bjór . súfistinn er hluti af útisvæðinu okkar og þar er hægt að fá alls kyns veitingar

DAGSKRÁ ÚTISVÆÐIS HJARTA HAFNARFJARÐAR

FIMMTUDAGSKVÖLD FRÍTT INN
-kl 19:00 Útisvæði opnar, Skemmtileg tónlist í tjaldinu á útisvæði
-kl 20:00 Prins Póló flytur nokkur lög í útitjaldinu
-kl 20:30 Tónleikar hefjast inni í Bæjarbíói, Björgvin Halldórsson á sama tíma verður tónleikunum varpað á risaskjá á útivsvæði
-kl 22:30 Óvænt atriði og tónlist fram að miðnætti
-kl 00:00 Útisvæði lokar
-kl 00:30 Bæjarbíó lokar

FÖSTUDAGSKVÖLD  MIÐAVERÐ KR 2.990 Á ÚTISVÆÐIÐ
-kl 19:00 Útisvæði opnar, Skemmtileg tónlist í tjaldinu á útisvæði
-kl 20:30 Tónleikar hefjast inni í Bæjarbíói, Bjartmar Guðlaugsson á sama tíma verður tónleikunum varpað á risaskjá á útivsvæði
-kl 22:30 Alvöru Papaball í útitjaldinu fram að miðnætti
-kl 00:00 Útisvæði lokar
-kl 00:30 Bæjarbíó lokar

LAUGARDAGSKVÖLD, MIÐAVERÐ KR 2.990 Á ÚTISVÆÐIÐ
-kl 19:00 Útisvæði opnar, Skemmtileg tónlist í tjaldinu á útisvæði
-kl 20:00 Ylja flytur nokkur lög í útitjaldinu
-kl 20:30 Tónleikar hefjast inni í Bæjarbíói, Hjálmar á sama tíma verður tónleikunum varpað á risaskjá á útivsvæði
-kl 22:30 Hljómsveitin Buff með ball í útitjaldinu fram að miðnætti
-kl 00:00 Útisvæði lokar
-kl 00:30 Bæjarbíó lokar

ATH að Bæjarbíó er eingöngu til afnota fyrir gesti tónleikanna sem eru í bíóinu til kl 23:00.  Eftir það er anddyrið opið öllum gestum svæðisins.