JFDR: White Sun Live. Part I: Strings

Um viðburðinn

Ný EP plata Jófríðar Ákadóttur er væntanleg með áður óheyrðum útsetningum fyrir strengi og rödd. Lögin eru safn hinna og þessarra laga frá hljómsveitum Jófríðar; Pascal Pinon, Samaris & JFDR.

Á þessari EP plötu hefur Jófríður Ákadóttir tekið saman nokkur vel valin lög frá sóló verkefninu sínu, JFDR, sem og hljómsveitinni Pascal Pinon sem samanstendur af henni og tvíburasystur sinni Ásthildi, og útsett fyrir strengjakvintett. Verkefnið hófst fyrir rúmu ári síðan þegar hún spilaði tónleika í Portúgal með strengjasveit og fékk til liðs við sig tónskáldið Ian McLellan Davis frá New York til að útsetja. Það tókst svo vel til að hún ákvað að taka lögin upp og úr varð EP platan, White Sun Live, Part I: Strings. 

Á tónleikunum í Iðnó mun Jófríður koma fram ásamt strengjasveit.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.

Miðaverð er 2.900 kr.