Með Diskóblik í auga

Um viðburðinn

Sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og er frumsýning 29. ágúst kl. 20:00. 

Tvær sýningar verða sunnudaginn 2. september kl. 16:00 og 20:00.

Miðasala hefst föstudaginn 10. ágúst kl. 12:00.


Stórsýningin Með Diskóblik í auga er óður til diskótímabilsins þar sem allir voru stjörnur í Hollywood, að minnsta kosti eina kvöldstund.

Stjörnur sýningarinnar eru Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Valdimar og Pétur Örn sem öll geta þanið raddböndin til hins ýtrasta. 

Á sviðinu verður einnig einvala lið hljóðfæraleikara, bakraddasöngvara, leikara og dansara.

Sýningin er óður til klúbba eins og Studio 54, Klúbbsins, Bergás í Keflavík, og Sigtúns að ógleymdum Hollywood í Ármúla.

Saturday Night Fever var aðalmyndin sem gerði John Travolta að stórstjörnu og Bee Gees, Donna Summer og Kool and the Gang sendu frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

Hver man ekki eftir því þegar hvít jakkaföt og rauð skyrta voru málið, nú eða bara Don Cano krumpugallar, blásið hár og ennisbönd.

Þetta er tónlistin sem fékk alla út á dansgólfið og jafnvel harðsvíruðustu pönkarar með grænan kamb og musk lykt úr 1001 nótt gátu jafnvel ekki hamið sig!

Frábær skemmtun í Andrews Theater í Reykjanesbæ á Ljósanótt 2018.

Miðaverð kr. 5.900 til 15. ágúst en kr. 6.500 eftir það.