Alþjóðlegt orgelsumar 2018 - Hans-Ola Ericsson (SE) organisti/prófessor við McGill-háskólann í Montréal

Um viðburðinn

Hinn heimsfrægi organisti og prófessor við McGill-háskólann í Montréal, Hans-Ola Ericsson, leikur verk eftir O. Lindberg og J.S Bach. 


The world famous organist and professor at McGill University in Montréal, Hans-Ola Ericsson, plays pieces by O. Lindberg and J.S. Bach. 


Efnisskrá / Programme: 


Oskar Lindberg 1887?1955 Sónata í g-moll, 1924

I Marcia elegiaca

II Adagio

III Alla Sarabanda

IV Finale: Allegro con brio


Johann Sebastian Bach 1685?1750 

O Mensch, bewein‘ dein Sünde gross, BWV 622

Prelúdía og fúga í h-moll, BWV 544

Hans-Ola Ericsson stundaði orgelnám að mestu í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Freiburg í Þýskalandi en síðar einnig í BNA og í Feneyjum. Árið 1989 var hann skipaður prófessor í kirkjutónlist og orgelleik við tónlistardeild Háskólans í Piteå/Luleå í Svíþjóð. Hann hefur verið gestaprófessor bæði í Ríga, Kaupmannahöfn, Helsinki og Amsterdam auk þess sem hann hefur verið eftirsóttur konsertorganisti og fyrirlesari á fjölda orgelhátíða þar sem hann hefur lagt ríka áherslu á nýja orgeltónlist. Árið 1996 varð hann fastur gestaprófessor í Bremen, Þýskalandi og árið 2011 var hann skipaður orgelprófessor við McGill háskólann í Montréal í Kanada.

Hans-Ola Ericsson hefur komið fram á tónleikum víða um heim, fjöldi geisladiska vitna um hæfni hans og hann hefur unnið með mörgum þekktum tónskáldum við túlkun verka þeirra, s.s. György Ligeti og Olivier Messiaen. Þá er hann vinsæll dómnefndarmaður í orgelkeppnum. 

Á undanförnum árum hafa mörg tónverk Hans-Ola Ericssons verið frumflutt. Meðal þeirra er „The Four Beasts‘ Amen“ fyrir orgel og rafhljóð, kirkjuóperan Höga Visan og Stabat mater fyrir kvennakór, fjögur klarinett og tvo slagverksleikara. Þar fyrir utan hefur Hans-Ola mikinn áhuga á viðhaldi eldri orgela og að stuðla að smíði nýrra. Árin 2002?2005 var hann aðalgestaorganisti Orgelhátíðarinnar í Lahti í Finnlandi og 2005?2011 var hann listrænn ráðgjafi Alþjóðlegu orgelhátíðarinnar í Bodø í Noregi.


Hans-Ola Ericsson studied composition and organ mainly in Stockholm and Freiburg but later also in the US and in Venice. In 1989 Hans-Ola Ericsson was appointed chaired professor in the church music and organ department at the School of Music in Pietà at Lulea University, Sweden. He has held guest professorships in Riga, Copenhagen, Helsinki and Amsterdam, as well as lecturing and performing at a large number of leading organ festivals, persistently campaigning for the quality of new music. 1996 Hans-Ola Ericsson was appointed Permanent Guest Professor at the Hochschule für Künste in Bremen, Germany, and in 2011 Professor of Organ at McGill University, Montréal, Canada.

Hans-Ola Ericsson has given concerts throughout Europe as well as in Russia, Japan, Korea, the US, and Canada. His numerous recordings bear witness to his virtuosity at the organ. He has worked extensively with composers such as György Ligeti, and Olivier Messiaen on the interpretation of their organ works. He frequently serves as jury member in international organ competitions.

During the last decade, several compositions by Ericsson have been premiered, among them the organ mass The Four Beasts’ Amen for organ and electronics, Höga visan – en kyrkoopera (Song of Songs – a Church Opera), and Stabat Mater for women’s choir, four clarinets and two percussionists. Besides this, Ericsson is deeply involved in different projects of organ restoration and innovative organ building. He has been Principal Guest Organist of the Lahti Organ Festival in Finland (2002–2005) and artistic consultant for the Bodø International Organ Festival in Norway (2005–2011).