Upphafstónleikar: Páll og Vera Berjadagar í tuttugasta sinn

Um viðburðinn

Afmælishelgi Berjadaga hefst fimmtudagskvöldið 16. ágúst í Ólafsfjarðarkirkju. Helgin hefst með fjörmikillli dagskrá fiðluleikaranna Páli Palomares og Veru Panitch. Páll og Vera sitja nú bæði í leiðandi stöðum við Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir langt og strangt einleikaranám. Þau eru upprennandi listamenn á Íslandi eftir búsetu í Danmörku, sem er heimaland Veru.

Á tónleikunum hljómar hin stóra Chaconna eftir Bach auk einleiksstykkja eftir Fritz Kreisler og Manuel de Falla. Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari bætist við í verkum eftir Piotr Tchaikovsky og Pablo de Sarasate fyrir fiðlu og píanó. Páll og Vera léku heillandi dagskrá í Ríkisútvarpið á aðfangadagskvöld þar sem þau fluttu dúetta. Núna endurtaka þau samleikinn á Berjadögum. Í þetta skiptið er það margslungið tónmál Béla Bartók og sjaldheyrð lög eftir Shostakovich sem þau leika ásamt Evu Þyri.


Hátíðarpassi Berjadaga: 7.000 kr. (allir viðburðir)

Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri


Opening Concert: Páll and Vera

The Blueberry Music Festival 20th Anniversary

The Blueberry Music Festival anniversary weekend begins on Thursday August 16th in Ólafsfjörður Church. The festival commences with a lively program presented by the violinists Páll Palomares and Vera Panitch. Páll and Vera hold leading positions with the Iceland Symphony Orchestra following their soloist studies in Denmark, where Vera grew up. 

The concert features the great Chaconne by Bach and solo works by Fritz Kreisler and Manuel de Falla. The pianist, Eva Þyri Hilmarsdóttir, joins Páll and Vera in works by Piotr Tchaikovsky and Pablo de Sarasate for violin and piano. Páll and Vera played a charming duo program on the Icelandic State Radio last Christmas Eve. This time they tackle the complex musical language of Béla Bartók. Along with Eva Þyri, they also perform melodies by Shostakovich that are rare occurences  on concert programs.

Berjadagar Festival Pass: 7.000 kr. (all events)

Free entrance for children up to 18 years of age