Íslenska sönglagið – Berjadagar í tuttugasta sinn Berjadagar 2018

Um viðburðinn

Berjadagar er árleg klassísk tónlistarhátíð í Ólafsfirði haldin í ágúst. Íslenska sönglagið er afmælisþema Berjadaga 2018 en íslensk sönglög hafa glætt hátíðina lífi allt frá því leikar fóru fyrst fram á Ólafsfirði. 

Afmælishelgin hefst í Ólafsfjarðarkirkju á fimmtudagskvöldið 16. ágúst með tónleikum fiðluleikaranna Páli Palomares og Evu Panitch en með þeim leikur Eva Þyri Hilmarsdóttir á píanó. Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar hátíðarkvöldi Berjadaga 2018 í Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 17. ágúst þar sem hann kemur fram ásamt Kristjáni Jóhannssyni og fleiri gestum. Á lokakvöldinu sem fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg, fer norðlenska tvíeykið, Hundur í óskilum, skipað þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, höndum um íslenska sönglagið.

Aðrir listamenn sem fram koma á háítðinni eru Eyjólfur Eyjólfsson, Edda Björk Jónsdóttir, Ave Kara Sillaots, Jón Þorsteinsson, Mikael Máni Ásmundsson, Marína Ósk Þórólfsdóttir. Ólöf Sigursveinsdóttir, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon.

Hátíðin býður upp á dagskrá fyrir alla aldurshópa og er aðgangur ókeypis fyrir 18 ára og yngri. Nánari upplýsingar: www.artfest-berjadagar.is

Hátíðarpassi: 7.000 kr. 

The Blueberry Music Festival 2018

The annual Blueberry Music Festival in Ólafsfjörður, Fjallabyggð, will now be held for the 20th time as bilberries and Iceland moss become ripe for picking. The Icelandic song tradition is the 2018 festival's anniversary theme. Icelandic songs have enriched the festival ever since it first took place in Ólafsfjörður.

The anniversary weekend begins at Ólafsfjörður Church on Thursday, August 16th, when violinists Páll Palomares and Vera Panitch perform with pianist Eva Þyri Hilmarsdóttir. Bjarni Frímann Bjarnason will travel up north to Ólafsfjörður church on Friday August 17, to conduct the Blueberry Festival Gala evening. This concert features renowned tenor Kristján Jóhannsson. On closing night at the Cultural House Tjarnarborg, the popular northern duo Hundur í óskilum gives us their rendition of the Icelandic song tradition. The duo delighted audiences at the Reykjavík City Theatre with their take on Icelandic culture, and they will be at the Blueberry Music Festival this coming August.

Other artists performing at the Blueberry Music Festival are Eyjólfur Eyjólfsson, Edda Björk Jónsdóttir, Ave Kara Sillaots, Jón Þorsteinsson, Mikael Máni Ásmundsson, Marína Ósk Þórólfsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir, Sigrún Valgerður Gestsdóttir and Sigursveinn Magnússon.

This family-friendly festival is free for guests 18 years and younger. Further information on events and artists is available at the festival website, www.berjadagar-artfest.com

Festival Pass: 7.000 kr

Dagskrá 16. - 19. ágúst

Fimmtudagur 16. ágúst kl. 20 - Ólafsfjarðarkirkja
Upphafstónleikar: Páll og Vera
Listamenn: Páll Palomares fiðla, Vera Panitch fiðla, Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó

Föstudagur 17. ágúst kl 15:30- Dvalarheimilið Hornbrekka
Listamenn: Vera Panitch fiðla, Sigursveinn Magnússon píanó, Edda Björk Jónsdóttir sópran, Ave Kara Sillaots harmónikka

Föstudagur 17. ágúst kl 20 - Ólafsfjarðarkirkja
Hátíðarkvöld Berjadaga: Bjarni Frímann, Kristján Jóhannsson og fleiri
Listamenn: Kristján Jóhannsson tenór, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Vera Panitch fiðla og Bjarni Frímann Bjarnason píanó

Föstudagur 17. ágúst kl. 22:15 – Kaffi Klara
Stemning með listamönnum Berjadaga
Listamenn: Edda Björk Jónsdóttir, Ave Kara Sillaots o.fl.

Laugardagur 18. ágúst kl. 12
Afmælisgöngutúr: Frá Kleifum inn í Árdalinn
María Bjarney leiðir gesti inn í leyndardóma hinnar töfrandi flóru Ólafsfjarðar

Laugardagur 18. ágúst kl. 20 – Menningarhúsið Tjarnarborg
Hundur í óskilum: Íslenska sönglagið
Listamenn: Hjörleifur Hjartarson og Eirikur G. Stephensen

Sunnudagur 19. ágúst kl. 10-13 – Kaffi Klara
Berjabrunch með Marínu og Michael
Listamenn: Mikael Máni Ásmundsson, Marína Ósk Þórólfsdóttir

Sunnudagur 19. ágúst kl. 11- Ólafsfjarðarkirkja
Berjamessa með tónlist
Listamenn: Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngur, Jón Þorsteinsson söngur og Sigursveinn Magnússon píanó.