Valdimar - Útgáfutónleikar

Um viðburðinn

Hljómsveitin Valdimar gefur út sína þriðju breiðskífu í september og mun platan bera heitið Sitt sýnist hverjum. Að því tilefni ætlar hljómsveitin að blása til stórtónleika í Háskólabíó laugardagskvöldið 22. September. 

Hljómsveitin hefur legið yfir plötunni síðustu mánuði og eru lög af henni nú þegar farin að heyrast á öldum ljósvakans. Lögin Of Seint og Blokkin hafa bæði ratað í efsta sæti vinsældarlista hér á landi og þykja þau gefa góð fyrirheit um plötuna. 

Það er alltaf mikil upplifun að sjá Valdimar á sviði og verður engu til sparað á tónleikunum í Háskólabíó. Miðasala hefst á midi.is þann 27. Júlí klukkan 12:00.

Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig þeirra þekktustu lög af fyrri plötum.