Alþjóðlegt orgelsumar 2018 - Loreto Aramendi organisti Santa Maria del Coro basilíkunnar í San Sebastian á Spáni

Um viðburðinn

Loreto Aramendi, aðalorganisti hins fræga Cavaillé-Coll orgels Santa Maria del Coro basilíkunnar í San Sebastian á Spáni, leikur verk eftir Bach, Ligeti, Cabanilles, Duruflé ásamt Pílagrímakór Wagners úr Tannhäuser sem Franz Liszt umritaði fyrir orgel.

Loreto Aramendi, the main organist of the famous Cavaillé-Coll organ 

of the Basilique of Santa María del Coro, plays pieces by Bach, Ligeti, Cabanilles, Duruflé together with the Pilgrim's Chorus from Wagner's  Tannhäuser, transcribed for organ by Franz Liszt. 

Efnisskrá/ Programme:

Richard Wagner 1813-1883 Pílagrímakórinn úr Tannhäuser
Umr. / Trans.: F Liszt 1811-1886 The Pilgrims Chorus from Tannhäuser

Johann Sebastian Bach 1685-1750
1. kafli Konserts í a-moll BWV 593 (Vivaldi)
Allegro

György Ligeti 1923-2006 Coulée, 2. æfing fyrir orgel, 1969
Coulée, No. 2 Etude for Organ

Juan Cabanilles 1644-1712 Batalla Imperial

Maurice Duruflé 1902-1986
Theme et variation sur le Veni Creator, op. 4

Loreto Aramendi er prófessor við F. Escuderois tónlistarháskólann í San Sebastian og aðalorganisti Santa María del Coro basilíkunnar þar sem hún leikur á Cavaillé-Coll orgel fra 1863. Frá árinu 2014 hefur hún tekið þátt í endurbyggingu nokkurra orgela bæði í Frakklandi og á Spáni. Árið 2015 gaf hún út tvo diska hljóðritaða við Cavaillé-Coll orgelið í kirkjunni hennar og árið 2017 gaf hún aftur út tvo diska hljóðritaða við Cavaillé-Coll orgelið í Saint Ouen of Rouen Abbey með umritunum Louis Robilliards. Hún hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskólann í San Sebastian, hafnarbæ rétt fyrir sunnan landamæri Spánar og Frakklands. Hún stundaði framhaldsnám í orgelleik fyrst við Tónlistarháskólann í Bayonne, Frakklandi og síðan í Lyon þar sem kennarar hennar voru m.a. Jean Boyer og J. Von Oorttmeren. Seinna bætti hún einnig við sig fimm ára námi í píanó- og semballeik í Þjóðartónlistarháskólanum í París. Þá sótti hún meistaranámskeið, m.a. hjá Radulescu, W. Jansen og Claudio Brizzi. Þá er hún einnig með prófgráðu í sálfræði frá Háskóla Baskahéraðsins (UPV).

Loreto Aramendi hefur komið fram á alþjóðlegum tónlistarhátíðum, víða um Evrópu auk Bandaríkjanna og Argentínu. Hún heldur einleikstónleika en kemur jafnframt fram með mismunandi hljóðfærahópum sem orgelleikari, píanóleikari eða semballeikari. Auk þess hefur hún starfað með basknesku sinfóníuhljómsveitinni í mörg ár og m.a. hljóðritað tvo diska með hljómsveitinni.

Loreto Aramenti is currently professor at the F. Escudero Conservatoire in San Sebastian and main organist of the Cavaillé-Coll organ (1863) of the Basilique of Santa María del Coro. Since 2014 she has collaborated and participated in several works of organ restoration in France and Spain. In 2015 she published a double CD recorded on the Cavaillé-Coll organ of the Basilique of Santa María del Coro and in 2017 she published another double CD recorded on The Cavaillé-Coll of the Saint Ouen of Rouen Abbey with Louis Robilliard transcriptions.

After her early musical studies at the Conservatoire of San Sebastian, Northern Spain, Aramendi continued her organ studies at the National Regional Conservatoire of Bayonne in France and later in Lyon with Jean Boyer and J. Von Oortmersen. For five years she studied the piano and the harpsichord in Paris with J. Rouvier and Noelle Spieth. She has completed advanced courses with professors such as Radulescu, W. Jansen and Claudio Brizzi amongst others. She also holds a degree in psychology from the University of the Basque Country (UPV).

Loreto Aramendi has given numerous recitals at international festivals widely in Europe, in Argentina, and in the USA. She gives concerts as a soloist and as part of different groups as an organist, pianist and harpsichord player. She has collaborated with the Basque Symphony Orchestra for many years, with whom she has recorded two discs.