Alþjóðlegt orgelsumar 2018 - Pamela De Sensi flauta og Steingrímur Þórhallsson orgel

Um viðburðinn

Pamela De Sensi og Steingrímur Þórhallsson flytja ný verk eftir Steingrím fyrir þverflautu, altflautu, bassaflautu, kontrabassaflautu og orgel. 

Pamela De Sensi and Steingrímur Þórhallsson play new pieces by Mr. Þórhallsson for flute, alto flute, bass flute, contrabass flute and organ. 

Efnisskrá/ Programme:
Steingrímur Þórhallsson *1974
Fanfare yfir Af himnum ofan boðskap ber, 2017 /
Fanfare on Vom Himmel hoch da komm ich her
Dialogus fyrir kontra-, bassa, alt- og þverflautu, 2015
Hugleiðing fyrir altflautu og orgel /
Meditation for alt flute and organ, 2018
Frumflutningur – first performance
Fantasía yfir Vor Guð er borg á bjargi traust, 2017 /
Fantasy on Ein feste Burg ist unser Gott

Pamela De Sensi stundaði nám í flautuleik á Ítalíu og lauk MA í flautuleik árið 2000 og MA í kammertónlist frá listaháskólanum S Cecilie í Róm árið 2003, sama ár og hún flutti til Íslands. Hún hefur sótt fjölda meistaranámskeiða og tónleikar hafa borið hana víða um heim, til margra landa Evrópu en einnig til Bandaríkjanna og Mexíkó. Hér á Íslandi hefur hún komið reglulega fram m.a. á tónlistarhátíðum í Skálholti, á Menningarnótt og Listahátíð. Þá hefur henni verið boðið að halda tónleika á vegum bandarísku flautuleikarasamtakanna í New York, þrisvar á alþjóðlegu flautuhátíðinni Flautissimo í Róm, síðast 2015 og í ár á International Low Flute Festival í Washington DC þar sem hún flutti íslenska tónlist við góðan orðstír. Pamela lék með flautuhóp á nýjustu plötu Bjarkar UTOPIA.

Pamela De Sensi studied the flute in Italy and received her MA in 2000 and her MA in chamber music at the S Cecilie Conservatory in Rome in 2003, the same year she moved to Iceland. She has taken part in many master classes and her concert activities have brought her far and wide, to many European countries and to the USA and Mexico. Here in Iceland she performs regularly as a soloist and in smaller groups at festivals such as Skálholt Summer Concerts, Reykjavík Culture Night and the Reykjavík Festival. She has three times been invited to the National Flute Association in New York, latest in 2015. This year she gave a concert at the International Low Flute Festival in Washington DC, where her performance of Icelandic music was highly acclaimed. Pamela De Sensi is one of the flutists that played on Björk’s newest CD, UTOPIA. 

Steingrímur Þórhallsson hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun á Húsavík. Í Reykjavík lauk hann píanókennaranámi við Tónlistarskólann í Reykjavík og kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998 með Martein H. Friðriksson sem aðalkennara. Sama haust fór hann til framhaldsnáms til Rómar og hann tók þar lokapróf, Magistero di organo, sumarið 2001 frá Kirkjutónlistarskóla páfagarðs. 

Árið 2002 var Steingrímur ráðinn til Neskirkju þar sem hann er organisti og kórstjóri jafnframt því að starfa með ýmsum tónlistarhópum á Íslandi. 

Seinni ár hefur Steingrímur einbeitt sér meira að tónsmíðum. Vorið 2012 lauk hann námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og núna í vor lauk hann M.mus í tónsmíðum frá skólanum og var lokaverkefni hans, Hulda, tónverk fyrir sópran, barnakór, kór og hljómsveit frumflutt í maí. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika, bæði hér og erlendis, t.d. á Alþjóðlegum orgelsumrum í Hallgrímskirkju þar sem hann hefur m.a. frumflutt eigin tónverk.

Steingrímur Þórhallsson received his early musical education in his hometown of Húsavík. In Reykjavík he completed his teacher’s diploma for the piano and the cantor diploma at the Church of Iceland’s Music School in 1998 under the guidance of Marteinn H Friðriksson. That same year he moved to Rome to study at the Pontifictio Istituto di Musica Sacra and in 2001 he completed the Magistero di órgano.

In 2002 Steingrímur was appointed organist at Neskirkja in Reykjavík where he now also conducts three choirs. He has given many concerts, both as an organist and with his choirs and has worked on numerous records for many groups here in Iceland and abroad. During the last decade he has concentraded more and more on composition. In 2012 he received his BA in composition and this spring he received his MMus with the work Hulda, written for soprano solo, children’s choir, SATB choir and orchestra.