Halli Reynis og Vigdís - útgáfutónleikar

Um viðburðinn

Í tilefni af útgáfu disksins Ást & friður með Halla Reynis og Vigdísi verða haldnir útgáfutónleikar í Bæjarbíói fimmtudaginn 13. september kl. 20:30.  Spiluð verða lög af disknum auk annarra laga eftir Halla Reynis. 

Eftirfarandi tónlistarmenn koma fram:


• Halli Reynis:  Söngur, gítar og munnharpa
• Vigdís Jónsdóttir: Harmonika, raddir
• Jón Rafnsson:  Kontrabassi
• Sigurgeir Sigmundsson:  Gítar, Dobro, Steel Guitar
• Dan Cassidy: Fiðla
• Erik Qvick: Trommur