Styrktartónleikar Ægis Þórs

Um viðburðinn

Ægir Þór er 6 ára glaður og skemmtilegur strákur sem þjáist af banvænum og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómi sem kallast Duchenne. Ægir á von því framleitt hefur verið lyf sem getur hægt á sjúkdómnum og mildað hann en með því að fá lyfið þarf Ægir líklega ekki að notast við hjólastól og gæti lifað lengur og lifað betra lífi . Þetta lyf er dýrt og hefur Ægi tvívegis verið neitað um aðgengi að því en mögulegt er að kaupa lyfið hingað á undanþágu ef foreldrar Ægis geta borgað lyfið. Því hefur verið ákveðið að safna fyrir lyfinu til að gefa Ægi tækifæri til að berjast gegn þessum erfiða sjúkdómi.

Allur ágóðinn af tónleikunum mun renna í styrktarsjóð Ægis Þórs til að hann eigi möguleika á að fá lyfið og þannig betra líf.

Kynnar verða Siggi Hlö og Dj Fox

Tónlistarfólk sem kemur fram:

Stefán Helgi Stefánsson, Davíð Ólafsson, Helgi Hannesson, Eyvindur Steinmars, Magnús Kjartansson, Már Gunnarsson ofl.

Hljómsveitina skipa:

Sigfús Óttarsson trommur,
Bjarni Sveinbjörnsson bassi,
Þórir Baldursson píanó,
Vilhjálmur Guðjónsson gítar,

Söngvarar:
Jónas Sigurðsson í Ritvélum framtíðarinnar,
Vigga Ásgeirsdóttir,
Geir Ólafsson,