Keflavíkurnætur 2018

Um viðburðinn

Keflavíkurnætur 2018 verða haldnar 14-17 júní í miðbæ Keflavíkur á Ránni, Paddy's og H30. Í ár koma fram frábærir tónlistarmenn. Þar má helst nefna Stuðmenn, SSSól, Sverrir Bergmann, Amabadama, Mammút, Moses Hightower, Emmsjé Gauta, Úlf Úlf, Herra Hnetusmjör, Aron Can, Svölu Björgvins og fleiri. Auk þess bjóðum við upp á allskyns viðburði vítt og dreift um bæinn. Partýbingó með hinni einu sönnu Siggu Kling, Streetball körfubolta mót, Föstudagslögin með Sverri Bergmann & Audda Blö, bílabíó í Skrúðgarðinu og síðast en ekki síðst sýnum við landsleik Íslands á móti Argentínu á 40 fermetra skjá í Skrúðgarðinum í Keflavík.

Dagskránna má sjá í heild sinni á vefsíðu hátíðarinnar: https://www.facebook.com/keflavikurnaetur/

plag