Bjartmar Guðlaugsson - Hjarta Hafnarfjarðar

Um viðburðinn

HJARTA HAFNARFJARÐAR - TÓNLISTAR OG BÆJARHÁTÍР

Í annað sinn verður haldin tónlistar-og bæjarhátíðin "Í hjarta Hafnarfjarðar"  Boðið verður upp á alls 5 tónleika með fjölda listamanna en þeir eru meðal annars:

-Agent Fresco
-Björgvin Halldórsson ásamt hljómsveit
-Prins Póló
-Bjartmar Guðlaugsson ásamt hljómsveit
-Hjálmar
-Blúsmenn Andreu

BJARTMAR GUÐLAUGSSON
Eitt fremsta skáld okkar sem skapað hefur karaktera eins og Sumarliða sem er fullur, tjáð hug týndu kynslóðarinnar, ljáð rödd afneitunar Alkans, strokið ástinni með að týna tímanum og svo mætti endalaust telja áfram. Bjartmar Guðlaugsson kemur einnig til okkar í annað sinn líkt og Björgvin Halldórsson nema nú mætir hann með risastórt og frábært band með sér. Það ætti enginn að láta þessa frábæru kvöldstund fram hjá sér fara.

ÞAÐ SEM VERT ER AÐ VITA
-Bæjarbíó opnar kl 19:00
-Útisvæði opnar kl 19:00
-Bjartmar Guðl kl 20:30
-Útisvæði lokar kl 00:00
-Bæjarbíó lokar kl 01:00